Starfsmannastefnan

049heimasíðaMarkmið Hamars er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Starfsfólk sem getur þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins á sviði málm og véltækni, jafnt í vöruhönnun sem og framleiðslu.

Við lögum okkur að breyttum kröfum, sem starfið gerir til okkar, svo sem vegna tæknilegrar og faglegrar þróunar og erum reiðubúin að þjálfa okkur til nýrra og breyttra verkefna.

VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á

 • Að starfsmenn þekki starfsemi Hamars og gæða og öryggisstefnu fyrirtækisins
 • Markviss vinnubrögð og virka teymisvinnu
 • Að fyrirtækið sé eftirsóknarverður vinnustaður
 • Að hæfni ráði vali á starfsmönnum
 • Hvetjandi og öruggt starfsumhverfi
 • Jafnvægi vinnu og einkalífs
 • Að unnið sé eftir jafnlaunastefnu Hamars

RÁÐNINGAR

 • Við viljum starfsfólk með mismunandi reynslu og þekkingu fyrir sérhverja deild innan fyrirtækisins
 • Val á samstarfsmönnum byggist á hlutlausum faglegum vinnubrögðum
 • Gengið er frá öllum ráðningum með formlegum hætti

STARFSÞRÓUN

 • Möguleikar eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar nýtist sem best óháð kyni, aldri, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum,  þjóðerni eða litarhætti
 • Við eigum kost á starfsmannasamtali a.m.k. einu sinni á ári, með okkar yfirmanni
 • Við eigum kost á námssamningi

MÓTTAKA NÝLIÐA

 • Nýir starfsmenn fá þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á  að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu
 • Við veitum nýjum starfsmönnum þekkingu og fræðslu um uppbyggingu og deildir fyrirtækisins fyrstu þrjá mánuðina

UPPLÝSINGAR

 • Markviss upplýsingagjöf til starfsmanna er með reglubundnum starfsmannafundum, skilvirkri notkun á upplýsingatöflum og tölvupósti þar sem við á

JAFNVÆGI VINNU OG EINKALÍFS

 • Við viljum stuðla að góðum starfsanda og  sýna samstarfsmönnum  og öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót
 • Við samræmum kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og trúnaði milli yfirmanns og undirmanns