Öryggis- og gæðastjórnun

Gæðastjórnun  -  ISO 9001

Hamar ehf er með vottað gæðastjórnunarkerfi sem nær yfir þjónustu á sviði málm- og véltækni. Umfang vottunarinnar nær allt frá vöruhönnun til framleiðslu, jafnt nýframkvæmda sem og viðhaldsverkefna, eða eins og orðrétt stendur á skírteini: "Design, manufacture, installation, service and maintenance of products and components in the field of metal and mechanical industry." 

Gæða- og öryggisstefna fyrirtækisins fléttast beint inn í rekstrar- og viðskiptamarkmið fyrirtækisins, enda er litið á gæða- og öryggisstjórnun sem einn hlekk í daglegum rekstri þess.

Fagmannleg vinnubrögð sem stýrast af viðurkenndu, vottuðu gæðastjórnunarkerfi er lykill í að tryggja viðskiptavinum Hamars hágæða þjónustu.

Öryggi, heilsa og umhverfi - ÖHU

ÖHU Cover

Rio Tinto Procurement Europe, Middle-East & Africa Supplier Award 2011Okkar skoðun er sú að eitt slys er einu slysi of mikið og stefnum að slysalausum vinnustað. Okkur er annt um að við höldum öll heil heim að loknum vinnudegi!

" Komum heil heim í lok vinnudags! "

Öryggismál og umhverfi hefur verið okkar hjartans mál síðan stefnumótun var tekin upp hjá Hamri ehf árið 2007. Hamar ehf er fyrst allra íslenskra málmtæknifyrirtækja til að taka upp eigin öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisstefnu. Handbók með fyrirbyggjandi aðgerðum og upplýsingum um öryggismál er uppfærð árlega og gefin út á íslensku og ensku.

Öryggishandbók

Öryggispróf

Hamar S.H.E.Q. survey

Meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa veitt Hamri ehf viðurkenningar fyrir störf sín á sviði gæða- og öryggismála má nefna: Vátryggingafélag Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Elkem Ísland og Rio Tinto Alcan á Íslandi.