Um Hamar ehf.

Hamar ehf. er í dag eitt áreiðanlegasta og framsæknasta fyrirtæki á sviði málmtækni iðnaðar hér á landi en fyrirtækið var stofnað þann 4. desember árið 1998 af Davíð Þór Sigurbjartarsyni og Kára Pálssyni. 

Á liðnum árum hefur fyrirtækið vaxið hratt hvað varðar fjölda starfsmanna og fjölbreytni verkefna. Innan íslensks málmtækni iðnaðar er Hamar ehf. með stærsta/öflugasta þjónustunetið hér á landi, með alls fimm fastar starfstöðvar og þjónustuverkstæði hringinn í kringum landið.

Þegar kemur að reglubundnu viðhaldi og þjónustu er Hamar ehf. afar sterkur kostur fyrir þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og skjóta þjónustu og þá óháð staðsetningu

Hamar ehf. býður viðskiptavinum sínum þjónustusamninga til lengri tíma og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins meðal viðskiptavina fyrirtækisins. 

Krafa um viðhalds- og viðgerðarþjónustu í hæsta gæðaflokki