Samstarf Hamars og AlfaLaval

Hamar ehf hefur formlegt samstarf við Alfa Laval Nordic A/S og mun með því renna enn styrkari stoðum undir þjónustu fyrirtækisins við íslenskan sjávarútveg og matvælaframleiðslu

 

Markmið Hamars er að vera leiðandi fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg á Íslandi. Er þetta einn hlekkur í áætlunum Hamars á þeirri vegferð. 

Frá og með 1. desember 2020 er í gildi samkomulag á milli Hamars ehf og Alfa Laval Nordic A/S, food and water division, um að hið fyrr nefnda verði formlegur umboðsaðili á Íslandi. Í þessu samstarfi falla saman tvö sterk fyrirtæki á sínu sviði sem mun skila sér í öflugri þjónustu til viðskiptavina beggja fyrirtækja á Íslandi. Hamar ehf mun sjá um sölu og ráðgjöf á vörulínu Alfa Laval Nordic A/S, food and water division. Hamar mun einnig veita viðgerðarþjónustu og útvega Alafa Laval varahluti.

Hamar hefur á liðnum árum státað af úrvals þjónustu við viðskiptavini og er þetta skref liður í að efla þá þjónustu sem fyrir er. Hamar ehf sinnir þjónustu við íslenskan sjávarútveg og viljum við meina að Alfa Laval sé eitt besta og áreiðanlegasta merki í skilvindum, mjölvindum og varmaskiptum. Við erum ákaflega spennt fyrir því að geta nú verið hluti af þeirri löngu og merkilegu sögu sem tengist Alfa Laval.

Að sögn Kára Pálssonar framkvæmdarstjóra og annars stofnenda Hamars er mikil tilhlökkun fólgin í þessari tilkynningu

„Með þekkingu Hamars, færni og getu í samblandi við vörulínu og sérfræðiþekkingu Alfa Laval er Íslenskum sjávarútveg og matvælaframleiðslu veittur aðgangur að nýju og sterku samstarfi. Við erum þess vegna full eftirvæntingar og hlakkar til samstarfs við Alfa Laval með það í huga að efla enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini“

Lars Bloch Area sölustjóri hjá Alfa Laval Nordic er einnig ákaflega ánægður með að þessi samvinna sé komin á það stig sem nú hefur verið náð. Að sögn Lars sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu og þjónustu Alfa Laval á Íslandi mun það styrkja stöðu þeirra á Íslandi að vera í sambandi við Hamar ehf. Lars segir einnig að það hafi verið ásetningur þeirra lengi að verða meira áberandi á Íslandi og það mun verða raunin með því samkomulagi sem hefur verið undirritað og mun færa Alfa Laval nær sínum viðskiptavinum á Íslandi.

 

Frekari upplýsingar 

Lars Bloch

Svæðis sölustjóri

Alfa Laval Nordic A/S

Farsími: +45 2844 8682

e-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Kári Pálsson
Framkvæmdarstjóri

Hamar ehf
Farsími: +354 660 3600

e-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Um Alfa Laval

 

Alfa Laval starfar deildarskipt Energy, Marine ásamt Food & Water, fyrirtækið býður uppá sérþekkingu, framleiðsluvörur og þjónustu fyrir mjög breitt svið iðnaðar og framleiðslu í um 100 löndum. Alfa Laval er staðráðið í að hámarka virkni ferla, vöxt og bæta keyrslu kerfi, allt með það í huga að aðstoða viðskiptavini að ná þeirra markmiðum í framleiðni og vexti.

Tækninýjungar Alfa Laval eru ætlaðar til hreinsunar og endurnýtingar hráefna sem leiðir til betri og ábyrgari nýtingar á náttúruauðlindum. Stuðla þær að frekari endurnýtingu varma í kerfum sem leiðir til betri orkunýtingar, betri meðhöndlun á vatni og minni mengandi útblæstri. Þetta leiðir ekki eingöngu til betri viðskiptahátta fyrir viðskiptavini heldur er þessi tækni til bóta fyrir jarðarbúa alla, árið um kring. Allt með það að betri og heilbrigðari framfarir að leiðarljósi.

Hjá Alfa Laval eru 17.500 starfsmenn. Sala árið 2019 voru SEK 46,5 milljarðar eða um 4,4 miljarðar . Fyrirtækið er skráð á markað hjá Nasdaq OMX. www.alfalaval.com

 

Um Hamar

Hamar ehf var stofnað 1998 og hefur síðan þá vaxið frá því að vera lítið verkstæði í eitt öflugasta þjónustufyrirtæki Íslands á sviði málm- og véltækni.

Hamar er framsækið málmtæknifyrirtæki sem veitir fyrirtækjum í sjávarútvegi og iðnaði úrvals þjónustu. Höfuðstöðvar Hamars eru við Vesturvör 36 í Kópavogi þar sem stærsta stálsmiðja fyrirtækisins er einnig til húsa auk skrifstofu og tæknideildar. Stálsmiðjur Hamars eru vel tækjum búnar og má þar nefna vatns- og plasmaskurðarvélar, valsa, klippur og beygjuvélar. Eru allar stöðvar settar upp með það í huga að geta sinnt smíði á ryðfríu efni og svörtu stáli.

Hamar rekur renni-, tjakka- og vélaverkstæi í Hafnarfirði. Renniverkstæði Hamars er af fullkomnustu gerð og hafa starfsmenn þess mikla þekkingu og reynslu í rennismíði. Tjakkaverkstæðið er vel útbúið til að smíða nýja tjakka sem og að annast upptektir á eldri tjökkum. Vélaverkstæði Hamars í Hafnarfirði er ákaflega vel búið undir stærri og smærri verk í vélarupptektum og dælubúnaði.

Í dag starfa um 130 manns hjá fyrirtækinu og er þorri starfsmanna vel menntaður með breiðan þekkingargrunn og mikla starfsreynslu. Menntun, þekking og reynsla starfsmanna tryggir gæði þjónustu Hamars við viðskiptavini. Fyrirtækið er staðsett allt í kringum landið Kópavogi, Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri og Eskifirði.