Hamar - vélsmiðja í hæsta gæðaflokki

“Krafa um viðhalds- og viðgerðarþjónustu í hæsta gæðaflokki”

Hamar ehf. er í dag eitt áreiðanlegasta og framsæknasta þekkingarfyrirtæki á sviði málm og véltækni hér á landi.

forsida-hamar

Á liðnum árum hefur mannauður og fjölbreytileiki í verkefnum aukist til muna og við rekum í dag fimm fastar starfstöðvar og þjónustuverkstæði hringinn í kringum landið. Hamar ehf. leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini á sviði málm og véltækni, allt frá vöruhönnun til framleiðslu, jafnt nýsmíði sem og viðhaldsverkefni. Þegar kemur að reglubundnu viðhaldi og þjónustu í málmiðnaði er Hamar ehf. afar sterkur kostur fyrir þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og skjóta þjónustu og þá óháð staðsetningu. Hamar ehf. hefur öfluga sérfræðinga og starfsfólk með víðtæka og góða reynslu á öllum sérsviðum fyrirtækisins, helstu verkefni má finna á eftirfarandi sviðum:

welder

Til að tryggja gæði þeirra þjónustu sem Hamar veitir, styðst fyrirtækið meðal annars við:

005heimasaStjórnunarstíll fyrirtækisins auðkennist glöggt með stefnu sem tekur mið af því að tryggja ávallt öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina á vinnustað. 

Virk teymisvinna er höfð að leiðarljósi og áhersla er lögð á hæfni og þekkingu starfsfólk okkar. Mannauðurinn er meðal okkar dýrmætasta eign og Hamar ehf. leggur ríka áherslu á að laða að hæft starfsfólk. Eitt af því sem viðheldur okkar dýrmæta starfsmannaauði er skemmtilegur starfsandi og vinnugleði. 

"Skemmtilegur vinnustaður"